Episodes
Friday Nov 10, 2023
Jasper Kyndi: Spennandi framtíðartækifæri á Íslandi.
Friday Nov 10, 2023
Friday Nov 10, 2023
Í maí 2023 keypti alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI Mannvit en fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin ár. Jasper Kyndi, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá COWI í Danmörku, situr hér fyrir svörum og fer m.a. yfir markmiðin, verkefnin, vegferðina og það sem er framundan með Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing hjá Mannvit. Jasper segir að Ísland búi yfir mikilli sérstöðu hvað varðar endurnýjanlega orkukosti og sömuleiðis mannauðurinn, sem hefur mikla reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði.
Monday May 29, 2023
Valgeir Kjartansson „Sjávarútvegurinn sýnir gott fordæmi í umhverfismálum”
Monday May 29, 2023
Monday May 29, 2023
Á Austurlandi hefur sjávarútvegurinn sýnt gott fordæmi í umhverfismálum. Valgeir segir okkur hvernig hlutirnir hafa tekið stakkaskiptum á mörgum sviðum umhverfismála í sjávarútvegi. Að sögn Valgeirs er starfsfólk Mannvits og ekki síst starfsfólkið á Austurlandi ansi fært í Mikado. Hvað á hann við með því? Valgeir Kjartansson, starfsstöðvarstjóri hjá Mannvit á Austurlandi í áhugaverðu spjalli.
Thursday Mar 30, 2023
Kristín Steinunnardóttir: „Erum við nýta jarðhitatækifæri í Afríku?“
Thursday Mar 30, 2023
Thursday Mar 30, 2023
Hvernig er að vinna að jarðhitaverkefnum í Austur Afríku. Hvað þýðir þetta fyrir fólkið sem býr á þessu svæðum? Hvar eru þessi verkefni og hvernig er staðan? Kristín Steinunnardóttir vélaverkfræðingur á jarðhitasviði hjá Mannvit sat fyrir svörum í áhugaverðu spjalli í hlaðvarpi Mannvits.
Tuesday Sep 06, 2022
Alma Dagbjört: „Af hverju Svansvotta og fyrir hverja?”
Tuesday Sep 06, 2022
Tuesday Sep 06, 2022
Vottanir bygginga hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi sem og erlendis. En hvað er Svansvottun og fyrir hverja hentar vottunin? Hver eru fyrstu skrefin og hvað felst í Svansvottun? Hver er ávinningurinn af slíkri vottun? Alma Dagbjört Ívarsdóttir, fagstjóri hjá Mannviti í upplýsandi spjalli.
Monday Jul 11, 2022
Brynjólfur Björnsson: „Hvernig stöndum við okkur í fráveitu?”
Monday Jul 11, 2022
Monday Jul 11, 2022
Friday Jan 21, 2022
Sigurður Páll: „Orkuskipti - hænan eða eggið?”
Friday Jan 21, 2022
Friday Jan 21, 2022
Hvað er átt við með orkuskiptum? Þarf mitt fyrirtæki að huga að orkuskiptum? Hvar stöndum við í orkuskiptum í dag? Sigurður Páll Steindórsson, vélaverkfræðingur á sviði vélbúnaðar og efnaferla hjá Mannvit sat fyrir svörum í upplýsandi og áhugaverðu spjalli við Maríu Stefánsdóttur, umhverfisverkfræðing í hlaðvarpi Mannvits.
Thursday Dec 09, 2021
Sandra Rán: „Þurfa fyrirtæki að huga að sjálfbærni?”
Thursday Dec 09, 2021
Thursday Dec 09, 2021
Hvernig má innleiða aukna sjálfbærni í rekstur fyrirtækja og stofnana? Hverjir eru megin hvatar fyrirtækja til að huga að sjálfbærni? Hvað gerist ef fyrirtæki huga ekki að sjálfbærni? Eru íslensk fyrirtæki á Íslandi að gera áhugaverða hluti og erum við í stakk búin til þess að takast á við loftlagsáhættu? Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sérfræðingur í umhverfi- og sjálfbærni hjá Mannviti situr fyrir svörum.
Thursday Sep 30, 2021
Rúnar og Dúna: „Vindorka, umhverfi og samfélag”
Thursday Sep 30, 2021
Thursday Sep 30, 2021
Hér á landi hefur vindorka ekki verið nýtt að neinu marki þrátt fyrir meira en nóg sé af íslenska rokinu. Hvers vegna höfum við ekki beislað vindorku hér á landi? Hver eru samfélagsáhrifin? Hver eru möguleg áhrif á samgöngur og uppbyggingu á svæðinu? Hvað í umhverfinu verður fyrir áhrifum af vindorkuveri? Hvert er ferlið og af hverju er það svona langt? Rúnar D. Bjarnason fagstjóri við umhverfismál og sjálfbærni og Sigríður Dúna Sverrisdóttir, landslagsarkitekt M.Sc., vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir vindorkuverkefni hjá Mannviti. Við spjölluðum við Rúnar og Dúnu í þætti númer 11.
Wednesday Jun 02, 2021
Christian & Einar: "Micro algae and blue beer to the rescue?"
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
Micro algae and the future of food production is the subject of our first English podcast episode about VAXA Impact Nutrition. What are algae and what can they use it for? Why is it important to our planet? Can you actually make a healthier blue beer from algae? Why is the plant located in Iceland? We talked to Christian Schröter, PM and Einar P. Einarsson, Electrical Engineer from Mannvit about the algae patented technology cultivation by VAXA they've been working on.
The VAXA production facility uses the natural outputs of the Hellisheidi geothermal power plant located near VAXA, including renewable energy, cold and hot non-marine water, and carbon dioxide to grow algae.
Wednesday Jan 27, 2021
Guðbjartur og Sandra: „Hvað er græn fjármögnun og hvað þarf til?"
Wednesday Jan 27, 2021
Wednesday Jan 27, 2021
Mikil aukning hefur orðið í grænni fjármögnun samhliða áherslum á sjálfbærari nýtingu auðlinda og aukinni áherslu á verndun umhverfis okkar. Hvað þýðir græn fjármögnun og hverjum stendur hún til boða? Hvaða vottanir þarf til þess að verkefni fái grænan stimpil? Hvað er vottað húsnæði? Er hægt að votta allt húsnæði og fá þannig hagstæða græna fjármögnun? Hver er kostnaðurinn og ábatinn? Geta rekstraraðilar fengið græna fjármögnun eða vottun á rekstur? Guðbjartur Jón Einarsson og Sandra Rán Ásgrímsdóttir ræddu við Björgheiði Albertsdóttur í þætti nr.9