Episodes
Monday Nov 30, 2020
Monday Nov 30, 2020
Við könnumst öll við umræðu um umferðarmál og höfum ólíkar skoðanir á hvernig sé best að leysa umferðarvandann. En hvernig horfa þessi mál við þeim sem þekkja þessi fræði? Hverjar eru réttu lausnirnar? Hvaða máli skiptir samspil samgangna og skipulags? Þurfum við að fara að hugsa skipulagið upp á nýtt með það í huga hvernig við komum miklum fjölda fólks á milli staða á sjálfbæran hátt til framtíðar? Við spjölluðum við Ólöfu Kristjánsdóttur sérfræðing í samgöngum.
Tuesday Jun 16, 2020
Guðmundur Ólafsson: „Metanið – hvernig nýtum við það?“
Tuesday Jun 16, 2020
Tuesday Jun 16, 2020
Flokkunar- og sorpmál hafa verið ofarlega á baugi síðastliðin ár og varla nokkur sem hefur farið varhluta af því að þurfa að læra að flokka heima hjá sér. Hvað verður svo um sorpið okkar þegar það fer frá okkur? Guðmundur Ólafsson vélaverkfræðingur fræðir okkur um sorpmál og endurvinnslu. Hvað fer fram í nýju gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA og almennt um framleiðsluna á metani og notagildi þess fyrir okkur.
Tuesday Jun 16, 2020
Tuesday Jun 16, 2020
Deilisamgöngur eru sagðar ferðamáti framtíðarinnar og jafnvel er talað um að við munum ekki þurfa okkar eigin bíl í framtíðinni. Þýðir það að allir munu ferðast með strætó eða verða farveitur á borð við Uber og Lyft leyfðar hér á landi? Tekur hugtakið deilisamgöngur á fleiri samgöngumátum en almenningssamgöngum og einkabílnum? Hrönn Karólína Hallgrímsdóttir samgönguverkfræðingur og sérfræðingur í deili- og snjallsamgöngum sat fyrir svörum hjá Björgheiði Albertsdóttur. Hrönn, útskýrir þessi hugtök fyrir okkur og hvað þau þýða fyrir framtíðarsamgöngur okkar á Íslandi.
Tuesday Jun 16, 2020
Tuesday Jun 16, 2020
Vistvottuð byggð er það nýjasta í byggingargeiranum. Urriðarholtið í Garðabæ og Sundhöll Reykjavíkur eru dæmi um byggð og bygginu sem hafa fengið þessa vottun. Hver er ávinningurinn fyrir byggingaraðila og sveitarfélög að byggja slík hverfi og byggingar? Í hverju felst þetta? Fer það eftir efnisvali á steypu, timbri og gluggum eða hönnun á húsi út frá hita og birtu? Ólöf Kristjánsdóttir byggingarverkfræðingur og sérfræðingur í vistvottuðum byggðum ræddi við Björgheiði Albertsdóttir um BREEAM og þýðingu þessara hluta fyrir okkur.
Wednesday Mar 18, 2020
Alma D. Ívarsdóttir: „Getur inniloftið okkar verið mengað ?“
Wednesday Mar 18, 2020
Wednesday Mar 18, 2020
Hvernig getum við tryggt að loftgæði séu í lagi og hvernig eigum við að hugsa um híbýli okkar svo öllum líði sem best. Hvað í innra umhverfinu getur haft áhrif á heilsu okkar ? Hvað þarf að hafa í huga varðandi barnaherbergi ? Geta ýmsar vörur sem við notum verið skaðlegar ?
Alma Dagbjört Ívarsdóttir sérfræðingur í innivist hjá Mannvit fræðir okkur um inniloftið sem við öndum að okkur og hvað bera að hafa í huga til þess að okkur líði vel innandyra.
Wednesday Mar 11, 2020
Teitur Gunnarsson: „Er Ísland með lausn við útblástursvandanum í heiminum?“
Wednesday Mar 11, 2020
Wednesday Mar 11, 2020
Er Ísland með lausn við útblástursvandanum í heiminum? Verða jarðhitavirkjanir á Íslandi brátt kolefnishlutlausar? Hvað með kolefnishlutlaust Ísland? Er hægt að taka aðra mengun og breyta í bergtegund í stórum stíl? Þarf að skoða notkun kjarnorku að nýju? Teitur Gunnarsson efnaverkfræðingur hjá Mannviti ræðir við Björgheiði Albertsdóttur um Carbfix verkefnið á Hellisheiðinni þar sem verið er að breyta koltvíoxíði og öðrum súrum gastegundum í stein og hvað er til ráða við útblástursvanda heimsins?
Wednesday Mar 04, 2020
Gunnar Páll Stefánsson: „Grænna“ hótel mun vart finnst á Íslandi í bráð.
Wednesday Mar 04, 2020
Wednesday Mar 04, 2020
Í Lóni, rétt austan við Hornafjörð mun á næstunni rísa eitt flottasta lúxushótel landsins þar sem sjálfbærni og virðing við umhverfið er í fyrirrúmi. Hótelkeðjan, sem heitir Six Senses, er með ævintýraleg hótel í Asíu, Miðausturlöndum og frönsku Ölpunum til að nefna þau nokkur. Mannvit hefur fengið það verkefni að finna út hvernig hægt sé á bestan máta að byggja þetta hótel á sjálfbæran hátt án mikillar röskunar á umhverfi og dýralífi. Gunnar Páll Stefánsson rafmagnsverkfræðingur hjá Mannviti segir okkur frá þessu heillandi hóteli sem er í undirbúningi fyrir austan.
Thursday Feb 13, 2020
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir: „Sandur er undirstaða velmegunar“
Thursday Feb 13, 2020
Thursday Feb 13, 2020
Sandur er gríðarlega mikilvægur í nútímasamfélagi. Hann er sannarlega nauðsynlegur og nýttur miklu víðar en við áttum okkur á. Sandur er auðlind sem Íslendingar þurfa að huga og fara vel með, en skortur á honum getur skapað ýmis vandamál. Aðgengi og framboð af sandi er gríðarlega mikilvægt fyrir Íslendinga. Í raun er sandurinn grunnurinn að velmegun okkar, eins og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, jarðverkfræðingur hjá Mannvit, segir okkur frá.